Lax og bleikja

Ferskur og frosinn

Við hjá Norðanfiski höfum verið leiðandi í sölu á laxi og bleikju síðustu ár í stóreldhús og á neytendamarkaði. Við bjóðum bæði ferskan og frosinn bleikan fisk úr bæði sjó- og landeldi.

Við leggjum mikla áherslu á ferskleika og gæði. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá tilboð í okkar vöruliði 

 

Ferskur lax

Við bjóðum uppá ferskan lax úr bæði sjó- og landeldi. Allur okkar lax er flakaður og snyrtur hjá systurfélagi okkar í Borgarnesi, Eðalfiski. 

Reyktur lax

Við bjóðum uppá reyktan lax í heilum flökum og í sneiðum. Okkar lax er beykireyktur og hefur verið einn vinsælasti reykti lax á Íslandi síðustu ár.

Grafinn lax

Grafni laxinn okkar er dill-grafinn og fæst í heilum flökum og sneiddur. Það má finna grafna laxinn okkar á um 30 þúsund heimilum á hverjum jólum og það ekki að ástæðulausu.

Heitreyktur lax

Síðan við hófum að heitreykja lax hefur þessi vara stækkað með hverju árinu. Einstaklega góð vara sem er góð ein og sér en einnig góð í salöt og á snittur svo dæmi séu tekin.

Fersk & Reykt bleikja

Við bjóðum uppá ferska bleikju úr landeldi. Að sama skapi reykjum við bleikju og seljum bæði í heilum flökum og sneiðum.