Norðanfiskur ehf

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína tveimur árum seinna til Akranes þegar það sameinaðist Íslenskt-Franskt eldhús.Upphaflega átti fyrirtækið að framleiða og selja fiskafurðir fyrir innanlandsmarkað.

Þróunin varð hins vegar sú að markaðssvæði fyrirtækisins stækkaði fljótt og náði vítt um meginland Evrópu. Þrátt fyrir góðar undirtektir á erlendum mörkuðum hefur fyrirtækið dregið úr umsvifum sínum erlendis. Nú einbeitir fyrirtækið sér að meiri þunga að innanlandsmarkaði sem hefur skilað góðum árangri.Viðskiptavinir hafa tekið fyrirtækinu mjög vel á síðustu árum og fyrir það erum við afar þakklát.

Framleiðslu fyrirtækisins má skipta upp í fimm megin flokka:
1. Brauðun á fiski
2. Framleiðsla á fiskiréttum
3. Vinnsla og pökkun á laxi og silungi
4. Pökkun á sjávarafurðum í stóreldhús- og neytendapakkningar


Fyrirtækið er einnig orðið mjög stór innflutnings- og heildsöluaðili á sjávarafurðum (sushi, humar, krabbi o.fl.) og þjónustar því jafnt stóreldhús, verslanir og veitingastaði. Hjá Norðanfisk starfa 38 starfsmenn. Allir gegna þeir mikilvægu hlutverki í fyrirtækinu og saman mynda þeir öfluga heild, hvort sem það á við í framleiðslu á vörum fyrirtækisins eða í þjónustu við viðskiptavini.Fyrirtækið hefur verið að þróa vörur til framleiðslu frá stofnun og sú vinna heldur sífellt áfram.