Norðanfiskur ehf

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar og innflutningi sjávarafurða. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína tveimur árum seinna til Akranes þegar það sameinaðist Íslenskt-Franskt eldhús. Fyrirtækið er eingöngu á innanlandsmarkaði og þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði. Viðskiptavinir hafa tekið fyrirtækinu mjög vel á síðustu árum og fyrir það erum við afar þakklát.

Framleiðslu fyrirtækisins má skipta upp í fimm megin flokka:

1. Brauðun og forsteiktir fiskibitar.
2. Framleiðsla á fiskiréttum (Fiskur og franskar).
3. Vinnsla og pökkun á laxi og silungi (ferskt, frosið, reykt og grafið).
4. Pökkun á sjávarafurðum í stóreldhús- og neytendapakkningar. 
5. Innflutningur á sjávarafurðum (humar, skelfiskur, risarækja).

Fyrirtækið er stór innflutnings- og heildsöluaðili á sjávarafurðum (humar, krabbi,risarækja,túnfsk o.fl.). Hjá Norðanfisk starfa 28 starfsmenn. Allir gegna þeir mikilvægu hlutverki í fyrirtækinu og saman mynda þeir öfluga heild, hvort sem það á við í framleiðslu á vörum fyrirtækisins eða í þjónustu við viðskiptavini.

Höfuðstöðvar Norðanfisks eru á Akranesi en jafnframt er söludeild og þjónusta staðsett á Tangarhöfða í Reykjavík.