Brauðaðar vörur
Gæða vörur úr íslensku hráefni
Við framleiðum allar okkar brauðaðar vörur sjálf í vinnslunni okkar á Akranesi. Allur fiskur sem við brauðum fer frosinn í gegnum brauðunarlínuna og er hann því ekki foreldaður. Okkar viðskiptavinir elda vöruna í fyrsta skipti sem skilar sér í auknum gæðum til þeirra.
Kentucky þorskur
Mjög vinsæl vara hjá okkur og ekki að ástæðulausu. Þorskbitar sem eru brauðhjúpaðir með kentucky kryddhjúp, tilbúnir í ofninn, pönnuna eða djúpsteikingarpottinn.
Ýsa í orlý
Ýsubitar í orlý deigi hafa alltaf verið vinsælir hjá Norðanfiski. Einstaklega bragðgóðir bitar þar sem eingöngu eru notaðir glænýir ýsubitar.
Þorskur og ýsa í raspi
Stundum er bara klassíkin best. Við erum bæði að brauða ýsu- og þorskbita með hefðbundnum brauðraspi.
Fiskibollur – stórar og litlar
Við framleiðum mikið magn af fiskibollum, bæði stórar og litlar úr úrvals plokkfisksefni. Okkar bollur eru forsteiktar og eru því tilbúnar beint í ofninn og/eða pönnuna.