Steiktur þorskur með grænni sósu

Þessi réttur er fyrir sælkerana. Bragðmikill og fallegur réttur.

Uppskrift fyrir 4

Innihald

800 g þorskur
2 stk hvítlauksgeirar
Rósmarín
Ólífuolía
Salt og pipar

Græn sósa
2 msk steinselja, fínsöxuð
1 msk minta, fínsöxuð
1 msk basil, fínsaxað
1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður
1 msk kapers, saxað
1 msk Dijon-sinnep
1 msk rauðvínsedik
Jómfrúarolía 

Aðferð

  • Þorskurinn er brúnaður í ólífuolíu á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið.
  • Hvítlauksgeirar og rósmarín er sett með í olíuna og fiskurinn er saltaður og pipraður.
  • Fiskurinn er síðan settur í eldfast mót og bakaður við 180°C í 6 mín.

Græn sósa

  • Setjið kryddjurtirnar og kapersið í skál og látið ólífuolíu fljóta yfir.
  • Blandið þá sinnepinu og edikinu saman við og kryddið með salti og pipar.
  • Bætið við ólífuolíu ef þurfa þykir. Berið fram með þorskinum.


40-45 mín