Þorskur í kókos-karrí 

Virkilega bragðgóður og hollur réttur með rótargrænmeti. Frábær réttur fyrir alla fjölskylduna.

Uppskrift fyrir 4

Innihald

800 g þorskur
300 ml kókosrjómi
1 tsk karrí
½ teningur grænmetiskraftur
½ laukur, sneiddur
½ grænt epli
2 gulrætur, rifnar
1 rófa rifin (ekki of stór)
5 kartöflur, sneiddar þunnt
2 lúkur grænkál, saxað
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 bollar rifinn ostur 
Salt og pipar

Aðferð

  • Skerið fiskinn í bita og setjið í eldfast form og saltið og piprið yfir.
  • Setjið kókosrjómann, karrí, lauk og epli saman í pott og látið malla í ca. 7 mín
  • Maukið síðan saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkist til með salti og pipar.
  • Skerið grænmetið og steikið á pönnu.
  • Hellið grænmetinu út í sósuna og blandið saman, hellið yfir fiskinn og dreifið ostinum yfir.
  • Eldið í ca. 18–20 mín í 180°C heitum ofni.
  • Borið fram með hrísgrjónum og naan brauði.


40-45 mín