Plokkfiskur
Það er kúnst að gera góðan plokkfisk. Hér lumum við á skotheldri uppskrift af plokkfisk sem ætti ekki að svíkja neinn.
Uppskrift fyrir 4
Innihald
800 g þorskur/ýsa
½ laukur, skrældur og saxaður
½ teningur kjúklingakraftur
2 stk lárviðarlauf
50 g smjör
300 g kartöflur, skrældar og skornar í teninga
½ tsk hvítur pipar
1 tsk salt
3 msk hveiti
200 ml mjólk
Aðferð
- Setjið fiskinn ásamt lauknum og lárviðarlaufunum í pott með köldu vatni og fáið upp suðu, takið síðan af hitanum og setjið til hliðar.
- Bræðið smjör og bætið hveitinu út í og hrærið vel saman.
- Hellið mjólkinni út í og setjið með 100 ml af vatninu sem fiskurinn stendur í.
- Bætið kjúklingakraftinum, saltinu og piparnum út í og fáið upp suðu eða þar til sósan er orðin vel þykk.
- Sigtið fiskinn (passa að hafa laukinn með) og bætið út í sósuna ásamt kartöflunum og blandið vel saman.
- Smakkið til með salti og pipar.
25-35 mín